Sýningarhús
– Sýningarhús til sölu
- Húsið er af gerðinni Jöklar Íslenska húsið með gluggum og hurð skv. sérteikningu.
- Húsið er grunnhús + 3 stækkanir. Málsetingar 4,62 x 7,06 – samtals 32,6 fm að utanmáli.
- Gert er ráð fyrir litlu svefnlofti í húsinu.
- Húsið er fullbúið að utan. Að innan er það að fullu einangrað ásamt rakasperru og lagagrind.
- Eigum annað ósamsett hús sömu stærðar einnig til á lager
Verð sýningarhússins eins og það stendur er kr. 11.990.000,- m/vsk.
Húsið var reist við bestu aðstæður inni í vinnslusal okkar, veturinn 2024/2025. Uppsetningaraðilar voru samstarfsaðilar okkar til margra ára og hafa mjög góða reynslu og þekkingu á okkar húsum.
Hönnun hússins og skipulag er vel útfært. Eitt gott svefnherbergi með góðu skápaplássi verður í húsinu ásamt rúmgóðu WC þar sem pláss er fyrir þvottavél. Stofan er passleg og ágætis eldhús er með borðkrók fyrir 4.
Húsið hentar vel sem lítið sumarhús eða hús til útleigu í ferðaþjónustu.
Áhugasamir geta bókað skoðun með því að senda okkur póst á landshus@landshus.is